Fréttir

Mattýjarmót haldið í fyrsta skiptið

Mattýjarmót var haldið í fyrsta sinn þann 13. desember 2025.

Mattýjarmót haldið í fyrsta skiptið

xx

Skipulagsbreytingar á starfi fimleikadeildar

Sú erfiða ákvörðun var tekin á fundi stjórnar fimleikadeildar KA að leggja niður áhaldafimleika hjá deildinni tímabundið. Breytingin tekur gildi um áramót. Ákvörðunin var ekki léttvæg en fyrir henni eru þó nokkrar ástæður

Glæsilegur árangur hjá hópfimleikastúlkum á Haustmóti 2025

Síðustu tvær helgar fóru hópfimleikarnir suður og kepptu á haustmóti sem eru fyrstu mót þessa veturs. 4.flokkur gerði góða ferð til Selfoss og stóðu sig frábærlega þar, bættu sig töluvert mikið frá síðasta móti og voru deildinni til mikillar sóma. Um síðustu helgi lögðu stúlkur úr 3., 2. og 1. flokki af stað suður til að taka þátt í Haustmótinu sem haldið var á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Þessar efnilegu fimleikastúlkur stóðu sig vel og sýndu frábærar framfarir í öllum flokkum. 1.flokkur sýndi sínar bestu hliðar og náði glæsilegum árangri með því að hreppa 1. sætið á fíber og 2. sætið í heildarkeppninni. Þetta er stórkostlegur árangur sem endurspeglar mikla vinnu og elju stúlknanna ásamt öflugum stuðningi frá þjálfurum og foreldrum. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með framúrskarandi frammistöðu um helgina og bíðum spennt eftir að fylgjast með frekari afrekum þeirra í framtíðinni.

Frábær árangur iðkanda í áhaldafimleikum á Haustmóti 2025

Sólon Sverrisson valin í karla landsliðið

Sólon Sverrisson, iðkandi hjá deildinni var á dögunum valinn í landslið karla til þess að keppa á Norður Evrópumóti dagana 23.-25. október nk. Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með landsliðssætið. Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynning-nem/

Umsjónarmaður í afmæli

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða umsjónarmann yfir afmælum sem haldin eru í sal deildarinnar á sunnudögum. Vinnu fyrirkomulagið er annar hver sunnudagur frá klukkan 13:00-20:00 Helstu verkefni : Taka á móti þeim sem hafa leigt salinn fyrir afmæli. Fara yfir reglur og fyrirkomulag með leigutökum. Fylgjast með að allt fari vel fram meðan á afmælinu stendur. Sjá um þrif og tiltekt eftir afmælin. Við leitum að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptafærni og getu til að vinna sjálfstætt. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, vinsamlegast sendu umsókn á fimleikar@ka.is Við hlökkum til að heyra frá þér!

Frístundarrúta hefst 1.sept

KA og SBA-Norðurleið bjóða iðkendum KA upp á frístundarrútu sem ferjar iðkendur á æfingar í vetur. Frístundarrútan er ætluð börnum á aldrinum 6 til 11 ára sem æfa fimleika, fótbolta eða handbolta með KA. Það er engin skráning í rútuna en KA er með starfsmann í rútunni sem passar uppá farþega og að þeir fari út og inn í rútuna á réttum stöðum. Hinsvegar er það á ábyrgð foreldra að láta frístund vita að barn ætli að nýta sér frístundaraksturinn hjá KA, hvaða daga og hvenær. Frístund mun síðan hafa krakkana klára þegar að rútan kemur í hvern skóla fyrir sig. Einnig er hægt að mæta bara í rútuna ef krakkarnir eru ekki í frístund. Því miður er ekki hægt að keyra í fleiri skóla á fleiri tímum í bili en KA bindur vonir við það að um 90% af öllum þeim krökkum á aldrinum 6-11 ára sem æfa hjá deildunum okkar geti nýtt sér aksturinn. Septemberplanið MÁNUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:25 Naustaskóli 13:35 Brekkuskóli 13:45 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli ÞRIÐJUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli MIÐVIKUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:20 Naustaskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli 14:20 Naustaskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 KA-Heimilið 14:50 Giljaskóli FIMMTUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli FÖSTUDAGAR 13:12 Naustaskóli 13:22 Brekkuskóli 13:30 KA-Heimilið 13:40 Giljaskóli 14:07 Naustaskóli 14:17 Brekkuskóli 14:25 KA-Heimilið 14:35 Giljaskóli Októberplanið Í október, þegar fótboltinn fer í Bogann verða þetta tveir bílar BÍLL 1 13:25 Oddeyrarskóli 13:35 Lundarskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Oddeyrarskóli 14:40 Lundarskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:10 Giljaskóli 15:20 Lundarskóli 15:30 Oddeyrarskóli BÍLL 2 13:25 Brekkuskóli 13:35 Naustaskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli

Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum

Haustönn hefst 25.ágúst

Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember. Æfingatafla haustsins er komin inn á heimasíðu, hana má finna hér en við biðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar. Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega